Um okkur
Um Rakel
Rakel Róbertsdóttir er þroskaþjálfi, fjölskyldufræðingur og klínískur dáleiðari. Rakel hefur starfað sem forstöðumaður í sjálfstæðri búsetu geðfatlaðra hjá Hafnarfjarðarbæ síðan 2009. Fjölskyldumál spila stóran þátt í þeirri starfsemi og bætti hún því við sig fjölskyldufræðum og hefur boðið upp á ráðgjöf og meðferðir undanfarin 3 ár á stofu sinni á Lífsgæðasetri St. Jó. Einnig hefur hún unnið fyrir MSS í Reykjasnesbæ með viðtöl og sett upp og kennt námskeið fyrir þeirra hönd. Reynsla Rakel er nokkuð víðtæk en hún snýr alltaf fyrst og fremst að fólki og þeirra vellíðan og hvernig hægt sé að auka lífsgæði með samtali og styrkja tengsl milli fjölskyldumeðlima. Fjölskyldumeðferð Rakelar hentar einstaklingum, fjölskyldum, hjónum og pörum. Þjónustan er í boði á þriðjudögum og fimmtudögum eftir kl. 16.
Um Þórdísi Elvu
Sem klínískur dáleiðari og Havening meðferðaraðili getur Þórdís Elva aðstoðað þau sem vilja draga úr streitu, bæta andlega líðan sína og vinna úr atvikum fortíðar sem valda ama í daglegu lífi. Þórdís Elva hefur starfað að ofbeldisforvörnum í 15 ár og þekkir vel til afleiðinga ofbeldis og áfalla. TED fyrirlestur hennar þar sem hún lýsir eigin reynslu af ofbeldi hefur hlotið rúmlega 6 milljón áhorf. Þórdís Elva er höfundur verðlaunaðra bóka, fræðslumynda og leikverka sem hafa verið þýdd yfir á 20 tungumál, auk þess sem hún veitir yfirvöldum sérfræðiráðgjöf um kynbundið ofbeldi. Sem fimm barna móðir, þ.ám tvíbura sem lifðu af gríðarlega áhættusama meðgöngu, er Þórdís Elva kunnug daglegu amstri og streitu. Hún trúir því að allt fólk verði fyrir áföllum á lífsleiðinni og að öll eigum við rétt á að ná bata á eigin forsendum. Hún býður einnig upp á fjarviðtöl í gegnum Zoom á íslensku, ensku eða sænsku.